Í gærkvöldi var leikið á Stjörnumótinu í Ásgarði. Stjarnan vann sinn leik gegn ÍR 87-58 og Keflvíkingar lögðu Breiðablik 83-73. Það verða því Stjarnan og Keflavík sem leika til úrslita kl. 20.00 og Breiðablik og ÍR leika um þriðja sætið leika kl. 18.00.
Ottó Þórsson var stigahæstur hjá Stjörnunni með 14 stig og Fannar Helgason var með 13 stig.
Hjá ÍR var Nemanja Sovic lang stigahæstur með 29 stig og Eiríkur Önundarson setti 11 stig.
Hörður Axel Vilhjálmsson var lang stigahæstur hjá Keflavík með 32 stig og Sigurður Þorsteinsson setti 14 stig.
Hjá Breiðablik var Þorsteinn Gunnlaugsson með 19 stig og 14 fráköst og Aðalsteinn Pálsson setti 15 stig.
Ljósmynd/ Daníel Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Garðbæinga í gærkvöldi.



