spot_img
HomeFréttirMYNDBAND - Fá níu leikja bann í heildina fyrir stólakastsslagsmálin

MYNDBAND – Fá níu leikja bann í heildina fyrir stólakastsslagsmálin

FIBA tilkynnti í vikunni hverjar afleiðingar yrðu fyrir þá leikmenn sem tóku þátt í slagsmálunum í leik Grikkja og Serba í Akrapólismótinu. Lokaleiknum milli þessara þjóða kláraðist aldrei þar sem slagsmál brutust út þegar skammt var til leiksloka.
Hægt er að sjá myndskeið af slágsmálunum hér.
 
Nenad Kristic sem beitti sér einna mest í þessum slagsmálum fær þriggja leikja bann og Milos Teodosic fær tvo leiki. Þetta setur strik í reikninginn hjá Serbum og hefur þjálfari þeirra mikið kvartað.
 
Hjá Grikkjum fengu þeir Antonis Fotsis og Sofoklis Schortsanitis báðir tveggja leikja bann fyrir þeirra þátttöku.
 
Missa þessir leikmenn því af fyrstu leikjum riðlakeppni HM sem hefst á morgun laugardag.
 
Bæði gríska sem og serbenska sambandið fengu sekt uppá 20 þúsund svissneska franka.
 
Ljósmynd/ Það á ekki að henda stól. – Frá umræddu atviki.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -