David Blatt segir að C-riðill sé sterkasti riðilinn en í honum eru Grikkir, Tyrkir, Rússar, Púertó Ríkó, Fílabeinsströndin og Kína.
,,Ég tel aðra riðla ekki eins opna og þennan,” sagði Blatt þegar hann ræddi um C-riðilinn. Ég held að hinir þrír séu nokkuð augljósir því þú veist hvaða lið enda í topp fjögur. Í þessum riðli eru Grikkir og Tyrkir áfram en eftir það er ekkert öruggt.”
Rússar mæta Púertó Ríkó í dag í afar áhugaverðum leik.
Ljósmynd/ Andrei Kirilenko er ekki með Rússum á HM í Tyrklandi. Hér fagnar hann EM titlinum sem Rússar unnu 2007.



