Manolo Cintron þjálfari Púertó Ríkó fékk slæmar fréttir á laugardag þegar ljóst var að meiðsli Carlos Arroyo voru það alvarleg að hann gat ekki verið með liði sínu í gær gegn Grikkjum.
Cintron sagði að Arroyo væri töluvert meiddur en hann meiddi sig í mjöðminni. Hann væri nú í sjúkraþjálfun en þeir meta það á þriðjudag hvort hann spili. Púertó Ríkó á frí í dag og því fær hann aukadag til að hvíla sig.
Arroyo fékk hnéið á Andrey Vorontsevich í mjöðmina á sér í seinni hálfleik gegn Rússum á laugardag.
Hann var aðeins með fjögur stig á móti Rússunum á laugardag.
Púertó Ríkó er búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu.
Ljósmynd/ Púertó Ríkó getur varla verið án Carlos Arroyo.



