Körfuknattleiksdeild Breiðabliks barst góð gjöf á dögunum þegar BYKO gaf deildinni körfuboltahringi. Þeir voru notaðir til að smíða körfur sem hægt er að hengja á rimla í íþróttahúsum. www.breidablik.is greinir frá.
Í haust fór deildin af stað með leikskólahóp í körfubolta fyrir börn fædd 2005 og þurfti þá að leita leiða til að finna rétta hæð á körfum fyrir þann aldurshóp. Venjulegar körfur er aðeins hægt að lækka niður í 260 sm hæð sem er of hátt fyrir þennan aldur og því ljóst að gjöf BYKO kemur sér afar vel.
Ljósmynd/ Sóllilja og Bjartur frá Blikum taka við einum af körfuhringjunum.



