spot_img
HomeFréttirHrakfarir Clippers halda áfram

Hrakfarir Clippers halda áfram

 
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Chicago, Sacramento og San Antonio Spurs nældu sér öll í sigur. Þrátt fyrir að Blake Griffin sé komin í Clippers búninginn eftir meiðsli á nýliðaárinu sínu allt tímabilið í fyrra þá gengur hvorki né rekur hjá litla Los Angeles liðinu sem búið er að tapa fyrstu fjórum deildarleikjunum sínum.
Chicago 110-98 Portland
LaMarcus Aldridge gerði 33 stig og tók 9 fráköst í liði Portland en hjá Bulls var Luol Deng sjóheitur með 40 stig og 4 fráköst.
 
Sacramento 111-108 Toronto
Tyreke Evans gerði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Sacramento en Andrea Bargnani gerði 28 stig í liði Toronto.
 
LA Clippers 88-97 San Antonio Spurs
Tony Parker gerði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Spurs en hjá Clippers var Eric Gordon með 23 stig og 11 stoðsendingar. (Þess má geta að Spurs hafa unnið 17 viðureignir í röð gegn Clippers!)
 
Fréttir
- Auglýsing -