spot_img
HomeFréttirHorford landar 5 ára díl hjá Hawks

Horford landar 5 ára díl hjá Hawks

 
Al Horford og Atlanta Hawks hafa náð samkomulagi og því fimm ára samningur í bígerð sem telur litla 60 milljónir Bandaríkjadala ( tæpir 7 milljarðar íslenskra króna). Samningurinn er höfn rétt fyrir gluggann sem að öðrum kosti hefði sett Horford á lausan samning komandi sumar. 
Hinn 24 ára gamli Horford var valinn þriðji í nýliðavalinu 2007 frá Flórída háskólanum en hann varð NCAA meistari með liðinu síðustu tvö árin sín í skólanum. Á síðustu leiktíð var Horford með 14,2 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik og varð fyrsti leikmaður Hawks úr nýliðavali til þess að komast í Stjörnuleik NBA deildarinnar síðan Kevin Willis gerði það árið 1992.
 
Samningur Horford er vissulega stór en Hawks hafa undanfarið gert þá nokkra stóra og í sumar samdi Joe Johnson við liðið upp á 124 milljónir Bandaríkjadala!
 
Atlanta er eina ósigraða lið Austurstrandarinnar þetta tímabilið og eru 3-0 þar sem Horford er með 14,3 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik þessa 3 leiki.
 
Fréttir
- Auglýsing -