Fimm leikir eru á dagskrá í kvöld í Poweradebikarkeppni karla en þegar hafa þrjú lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar en það eru Grindavík, KR og Njarðvík. Leikur kvöldsins verður vafalítið Suðurlandsskjálftinn millum Þórs í Þorlákshöfn og FSu sem fram er í Þorlákshöfn kl. 19:15.
Leikir kvöldsins:
19:00 Hekla-Ármann
19:00 Reynir S.-Hamar
19:15 Þór Þorlákshöfn-FSu
19:45 Laugdælir-Leiknir
20:00 Stjarnan b – Njarðvík b



