Nike og LeBron James hafa nú sett á markað nýja auglýsingu með leikmanninum þar sem tekið er á málum þeim er tengjast vistaskiptum James frá Clevaland til Miami. Hér er á ferðinni nokkuð mögnuð ímyndarherferð enda ekki vanþörf á þar sem LeBron hefur nú komist á lista óvinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna.
Í auglýsingunni sem er soldið ,,in your face“ spyr James stöðugt: ,,What should I do“ og svari nú hver fyrir sig… vilduð þið t.d. sjá hann frekar í Miami Vice með Don Johnson frekar en í NBA deildinni?



