spot_img
HomeFréttirLínur að skýrast fyrir 16 liða úrslitin

Línur að skýrast fyrir 16 liða úrslitin

 
Fimm leikir fóru fram í Poweradebikarkeppni karla í gærkvöldi þar sem Hamar, Þór Þorlákshöfn, Laugdælir og Njarðvík b komust áfram í 16 liða úrslitin. Áður höfðu Njarðvík, Grindavík og KR tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum. Leikið verður bæði í dag og á morgun í Poweradebikarnum og annað kvöld ætti því að liggja fyrir hvernig 16 liða úrslitin verða skipuð. 
Úrslit gærkvöldsins:
 
Reynir Sandgerði 40-97 Hamar
Þór Þorlákshöfn 114-79 FSu
Laugdælir 80-73 Leiknir
Stjarnan b 82-87 Njarðvík b
Hekla – Ármann (úrslit vantar)
 
Leikir dagsins í Poweradebikarnum:
 
14:30 Patrekur-Keflavík (Kennó)
17:15 ÍG-Skallagrímur (Grindavík)
 
Ljósmynd/ Hjalti Valur og félagar í Þór Þorlákshöfn rúlluðu yfir granna sína í FSu í gærkvöldi.
 
Fréttir
- Auglýsing -