spot_img
HomeFréttirEnn kvarnast úr hóp Grindvíkinga

Enn kvarnast úr hóp Grindvíkinga

 
Miðherjinn Almar Guðbrandsson hefur verið leystur undan samningi hjá Grindavík í Iceland Express deild karla að eigin ósk. Samkvæmt heimasíðu Grindavíkur var leikmaðurinn ekki sáttur með hlutverk sitt í liðinu og samþykkti stjórn KKD UMFG að losa Almar undan samningi.
Almar er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt Keflavík en áður en hann var á mála hjá Grindavík lék hann með KFÍ.
 
Frá þessu er greint á www.umfg.is  
Fréttir
- Auglýsing -