spot_img
HomeFréttirMeistararnir enn ósigraðir: Houston vann loksins

Meistararnir enn ósigraðir: Houston vann loksins

 
6 leikir fóru fram í NBA deildinni vestanhafs í gær. Meðal annars tóku meistarar Los Angeles Lakers á móti Portland í Staples Center. Pau Gasol leiddi meistarana til stórsigurs, 121-96, en Gasol náði þrefaldri tvennu (20 stig, 14 fráköst, 10 stoðsendingar). Þá vann lið Houston Rockets sinn fyrsta sigur í vetur er þeir unnu öruggan 120-94 sigur á Minnesota Timberwolves. Úrslit næturinnar má sjá hér fyrir neðan.
New York Knicks-Philadelphia 76ers (96-106)
Atlanta Hawks-Phoenix Suns (114-118)
Detroit Pistons-Golden State Warriors (102-97)
Houston Rockets (120-94)
Oklahoma City Thunder-Boston Celtics (83-92)
Los Angeles Lakers-Portland Trail Blazers (121-96)
 
Elías Karl
Fréttir
- Auglýsing -