Karolis Marcinkevicius hefur verið látinn fara frá ÍR í Iceland Express deild karla og nýr maður að nafni Matic Rubic er kominn til reynslu hjá félaginu. Þetta staðfesti Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR við Karfan.is.
Karolis Marcinkevicius var með 8,2 stig, 2,2 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá ÍR í þeim fimm deildarleikjum sem hann lék með félaginu. ,,Það er alltaf leiðinlegt þegar svona kemur upp en lítið við því að gera, Rubic er á reynslu hjá okkur núna og er leikstjórnandi sem spilaði í 2. deildinni í Austurríki á síðasta tímabili.
Ljósmynd/ Karolis í leik með ÍR gegn Tindastól fyrr á tímabilinu.



