spot_img
HomeFréttirMagnús setti 16 stig í tapleik

Magnús setti 16 stig í tapleik

 
Magnús Þór Gunnarsson gerði 16 stig í gærkvöldi þegar Aabyhoj lá gegn Team Fog Næstved á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur leiksins voru 86-91 Næstved í vil.
Magnús var ekki í byrjunarliðinu í gær en lék í tæpar 28 mínútur. Hann setti niður 2 af 4 teigskotum sínum, 2 af 8 þriggja stiga skotum og öll 6 vítin. Þá var Magnús með tvo stolna bolta, frákast og stoðsendingu.
 
Eftir leikinn í gær er Aabyhoj í 6. sæti deildarinnar með 10 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -