Tindastólsmenn hafa landað sínum fyrstu stigum í Iceland Express deild karla þessa leiktíðina en Friðrik Hreinsson var hetja þeirra í kvöld er hann smellti niður þrist þegar 3 sekúndur voru til leiksloka og tryggði sínum mönnum 88-89 sigur á Stjörnunni. KR lagði Njarðvík örugglega í DHL-Höllinni og viðureign Hamars og KFÍ var frestað fyrr í dag.
Stjarnan 88-89 Tindastóll
Justin Shouse með 23 stig í liði Stjörnunnar, Sean Kingsley Cunningham var með 19 stig fyri Tindastól og 8 stoðsendingar.
KR 92-69 Njarðvík
Guðmundur Jónsson og Christopher Smith með 22 stig hjá Njarðvík, Pavel Ermolinskij með 35 stig og 12 fráköst.
Nánar síðar…



