Leiktíðin hófst í nótt hjá Helenu Sverrisdóttur og TCU í bandarísku háskóladeildinni þar sem TCU hreinlega gleypti andstæðinga sína í Houston Baptist. Lokatölur voru 96-38 TCU í vil og því hægt að segja að TCU fá glimrandi start á vertíðinni.
Helena var að vanda í byrjuarnliði TCU og lék í 25 mínútur í leiknum í nótt. Helena gerði 15 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, var með 1 stolinn bolta og 1 varið skot. Auðveldur sigur hjá TCU sem leika næst gegn SMU skólanum á heimavelli.



