Jón Arnór Stefánsson gerði 15 stig fyrir CB Granada í 73-72 heimasigri liðsins gegn Cajasol. Leiknum var svotil að ljúka í spænsku úrvalsdeildinni þar sem ísmaðurinn átti stóran þátt í sigrinum.
Jón var lykilmaður á lokamínútum leiksins þar sem Cajasol var yfir allan hálfleikinn en með tveimur þristum og nokkrum vítum frá Jóni komst Granada yfir. Þegar 17 sekúndur voru til leiksloka var Granda einu stigi yfir. Heimamenn áttu innkast á vallarhelmingi Cajasol en koma boltanum ekki í leik og fá dæmt á sig brot gegn 5 sekúndna reglunni.
Skyndilega var Cajasol komið í þá stöðu að geta unnið leikinn í síðustu sókninni. Eftir mikinn darraðardans og nokkrar skottilraunir leikmanna Cajasol þá náði Jón lykilfrákastinu og tryggði þar annan sigur Granada á leiktíðinni í spænsku úrvalsdeildinni.
Jón var einnig með 4 stoðsendingar og 3 fráköst í leiknum en með sigrinum er Granda komið í 14. sæti deildarinnar með 2 sigra og 5 tapleiki.



