Maryland lék í gær sinn síðasta leik í svæðiskeppni 2K Classic mótsins en á næstunni tekur við landskeppnin í mótinu þar sem Maryland mun mæta Pittsburg, Illinois/Texas, Delaware State og Elon skólanum. Maine varð fyrir barðinu á Maryland í gær þar sem Haukur Helgi Pálsson setti 8 stig fyrir Maryland.
Lokatölur leiksins voru 89-59 Maryland í vil og lék Haukur í 16 mínútur í leiknum, hann gerði 8 stig, tók 4 fráköst, gaf 1 stoðsendingu, tapaði 1 bolta, var með 1 varið skot og 1 stolinn bolta.
Næsti leikur Maryland er þann 18. nóvember gegn Pittsburgh skólanum og fer leikurinn fram í New York.



