spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR gerði 143 stig fyrir vestan!

Úrslit: KR gerði 143 stig fyrir vestan!

 
Sjöundu umferð Iceland Express deildar karla lauk nú í kvöld þar sem KR átti ekki í vandræðum með KFÍ og gerði 143 stig á útivelli! Fjölnir sótti góðan útisigur í Ljónagryfjuna og Grindvíkingar lögðu Stjörnuna í Röstinni.
KFÍ 98-142 KR
Marcus Walker gerði 28 stig hjá KR og Pavel Ermolinskij bætti við rosalegri þrennu með 25 stig, 18 fráköst og 12 stoðsendingar. KR komst ofarlega á blað í mesta skori í einum leik á útivelli án framlengingar en þó er ekki um met að ræða. Það mun vera ÍR sem á metið en liðið gerði 148 stig gegn 76 stigum frá Snæfell í úrvalsdeildinni árið 1976. Metið á heimavelli án framlengingar er 149 stig en það met á Keflavík sem vann Tindastól 149-79 árið 1997 í Keflavík.
Stigahæstur Ísfirðinga í kvöld var svo Nebosja Knezevic með 20 stig og 5 stoðsendingar.
 
Njarðvík 73-97 Fjölnir
Njarðvíkingar töpuðu sínum fjórða deildarleik í röð í kvöld. Ægir Þór Steinarsson gerði 24 stig og tók 8 fráköst í liði Fjölnis en hjá Njarðvík var Christopher Smith með 20 stig og 14 fráköst.
 
Grindavík 100-92 Stjarnan
Páll Axel Vilbergsson gerði 20 stig í liði Grindavíkur og nýji leikmaðurinn Jeremy Kelly skoraði 12 stig og tók 5 fráköst hjá gulum. Í liði Stjörnunnar var Justin Shouse með 29 stig og 6 fráköst.
 
 
Nánar um leiki kvöldsins síðar…
 
Ljósmynd/ Pavel eignaði sér Jakann í kvöld!
 
Fréttir
- Auglýsing -