Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvík 73-97 í nokkuð óspennandi leik þar sem að Fjölnismenn voru allan tíman með tögl og haldir í leiknum.
Í fyrsta fjórðung voru bæði lið að skora mikið og jafnt var á flestum tölum. En þá þegar höfðu Fjölnismenn náð 1 stigs forskoti Í öðrum fjórðung settu hinsvegar Fjölnismenn í annan gír og hreinlega völtuðu yfir heimamenn með hröðum leik og gríðarlega góðri hittni. Varnarleikur heimamanna var hinsvegar ekki mikið fyrir augað því hvað eftir annað voru Fjölnismenn í opnum færum eða þá að taka sitt annað skot í sókninni þar sem þeir náðu sóknarfrákastinu.
Gestirnir leiddu með 14 stigum í hálfleik og í þriðja leikhluta gáfu þeir ekkert eftir heldur þvert á móti heldu þeir sama dampi og þegar þriðja leikhluta lauk voru þeir komnir í 54:82 og nákvæmlega ekkert sem benti til þess að Njarðvíkingar væru að fara að gera eitthvað í þessum leik til að ná sigri. Það fór svo þannig að Fjölnismenn lönduðu sanngjörnum sigri á Njarðvíkingum, líklega fáir reiknað með þessu nema þá kannski Fjölnismenn sjálfir.
Njarðvíkingar hafa nú tapað 4 leikjum í röð í deildinni og leikur liðsins er gersamlega í molum á báðum endum vallarins. Leikmenn eru með hangandi haus lítil hvatning fyrir félagana og flæðið í leik liðsins er nákvæmlega ekkert. Leikmenn í liðinu urðu ekki lélegir á einni nóttu og hafa það allir í liðinu sýnt að þeir kunna vel til verka í íþróttinni en augljóslega er þörf á einhverri hugarfarsbreytingu ef eitthvað á að verða úr þessu tímabili hjá liðinu.
Fjölnisliðið var hinsvegar að "skjóta á öllum" ef svo má að orði komast. Þeir sundur spiluðu lið Njarðvíkinga og vorum að hitta vel úr sýnum skotum. Þegar þeir svo geiguðu hirtu þeir bara sóknarfrákastið og lögðu þá boltan ofaní í annari tilraun. Í fyrra var það Tómas H Tómasson sem sá um Njarðvíkinga en í þetta skiptið var það Ægir Þ. Steinarsson sem var að spila gríðarlega vel. Nokkuð ljóst að með þessu áframhaldi munu þessir drengir hverfa á brott á næstu árum til Bandaríkjanna í Háskólaboltann þarlendis.



