Álftanes reif sig upp á ný í 2. deild karla um helgina þegar liðið burstaði Sindra 89-49. Þjálfari liðsins segir þéttan varnarleik hafa lagt grunn að sigrinum. Álftanes gerði sig líklegt til að rúlla yfir gesti sína strax í fyrsta leikhluta. Um tíma var staðan 22-6 en Hornfirðingar minnkuðu muninn í 22-6. Staðan í hálfleik var 46-32. Sindramenn hittu vel úr þriggja stiga skotum sem hélt þeim inni í leiknum.
Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 64-37 og Álftanes vann að lokum með sléttum fjörutíu stigum, 89-49.
„Ég setti mönnum það markmið fyrir fjórða leikhluta að halda þeim undir fjörutíu stigum og það gekk eftir,“ sagði Gísli Sigurðarson, þjálfari Álftaness, í samtali við Körfuna eftir leik.
„Við ákváðum að leggja áherslu á varnarleikinn í dag og láta annað þróast. Það tókst vel. Sóknin kemur yfirleitt af sjálfu sér ef þú spilar vörn. Við höfum ekki skorað svona mörg stig í vetur.“
Gísli segir að liðið sé enn í mótun en margir lykilmenn yfirgáfu það í sumar og haust. „Við fórum aftur á byrjunarreit fyrir tveimur vikum. Menn voru með of miklar vætningar eftir gott gengi seinasta vetur en misstum síðan út stóra bita. Þá þurfa menn aðeins að stíga upp og eru að gera það. Við erum með 25 manna æfingahóp og í honum eru allir jafn góðir þannig að það er erfitt að velja í hópinn.“
Stig Álftaness: Frosti 15, Gísli 14, Sigurgeir 11, Svenni 10, Jónsi 10, Simmi 5, Ingimar 5, Kobbi 5, Jói 5, Víðir 4, Stebbi A 3, Ingi Björn 2
Jakob Guðlaugsson var stigahæstur Sindramanna með 18 stig.
Ljósmynd og umfjöllun: Gunnar Gunnarsson



