Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld og eru þeir báðir á Suðurlandinu. Topplið Þórs úr Þorlákshöfn fær granna sína af Laugarvatni í heimsókn og FSu tekur á móti Skallagrím í Iðu þar sem Valur Ingimundarson hittir fyrir gamla lærisveina en Valur stýrði Skallagrím til silfurverðlauna í úrvalsdeild árið 2006.
Báðar viðureignirnar hefjast kl. 19:15 og geta Þórsarar styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar en liðið er ósigrað í fyrsta sæti á meðan Laugdælir eru í 8. sæti með 4 stig. FSu er í 3. sæti deildarinnar með 8 stig og Skallagrímur í 4. sæti með 6 stig svo gera má ráð fyrir miklum slag í Iðu í kvöld.
Þá er einn leikur í unglingaflokki karla þegar Njarðvík tekur á móti Val/ÍR kl. 20:00 í Ljónagryfjunni.



