spot_img
HomeFréttirSvaðilfarir Clippers taka engan enda: Suns steinlágu án Nash

Svaðilfarir Clippers taka engan enda: Suns steinlágu án Nash

 
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Indiana, Orlando og Porland nældu sér öll í góða sigra. Dwight Howard var með myndarlega tvennu í nótt hjá Orlando þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-89. Howard gerði 20 stig og tók 12 fráköst hjá Orlando. Jameer Nelson skilaði einnig tvennu hjá Orlando í nótt með 15 stig og 12 stoðsendingar. Öldungurinn Grant Hill reyndist stigahæstur hjá Suns með 21 stig en Suns léku án Steve Nash í nótt sem er tognaður í nára.
Indiana 107-80 LA Clippers
Danny Granger var með 22 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Indiana. Eric Gordon var svo stigahæstur í liði Clippers með 19 stig en Clippers eru á botni vesturstrandarinnar með einn sigur í 13 leikjum og hafa nú tapað átta leikjum í röð!
 
Portland 86-83 Denver
LaMarcus Aldridge gerði 24 stig og tók 10 fráköst í liði Portland en Carmelo Anthony gerði 18 stig fyrir Denver og tók 8 fráköst.
 
Mynd/ Dwight Howard og Magic skelltu Suns í nótt sem léku án Steve Nash
 
Fréttir
- Auglýsing -