spot_img
HomeFréttirJón með 10 stig í naumu tapi Granada

Jón með 10 stig í naumu tapi Granada

 
Jón Arnór skoraði 10 stig áðan þegar CB Granada tapaði naumlega gegn Fuenlabrada 74-72 í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn var í járnum og stóðu leikar 58-58 fyrir fjórða og síðasta leikhluta en Fuenlabrada var ávallt 2-4 stigum á undan Jóni og félögum og höfðu að lokum sigur. 
Eins og fyrr greinir var Jón með 10 stig og 3 fráköst. Jón setti aðeins eitt af fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var 3/8 í teignum og setti vissulega niður eina vítið sem hann fékk.
 
Eftir leik dagsins er Granada í 16. sæti ACB deildarinnar með tvo sigra og átta tapleiki en næsta deildarviðureign liðsins er gegn Bilbao Basket.
 
Fréttir
- Auglýsing -