Óhætt er að segja að engar óvæntar uppákomur hafi orðið í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem KR, Snæfell og Stjarnan nældu sér öll í tvö góð stig. KR-ingar lentu þó í töluverðu basli með Tindastólsmenn sem leiddu 37-42 í hálfleik en í síðari hálfleik pakkaði KR Stólunum saman og vann að lokum öruggan 107-88 sigur.
KR 107-88 Tindastóll
Brynjar Þór Björnsson með 24 stig og Hreggviður Magnússon með 22 stig í liði KR. Hjá Tindastól var Sean Cunningham með 21 stig.
Haukar 89-105 Snæfell
Semaj Inge með 19 stig og 7 stoðsendingar hjá Haukum en í liði Snæfells var Sean Burton með 30 stig og setti niður 8 af 14 þristum sínum, hann var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Stjarnan 89-76 ÍR
Marvin Valdimarsson með 30 stig og 10 fráköst í liði Stjörnunnar. Hjá ÍR var Kelly Beidler með tröllatvennu en kappinn gerði 30 stig og tók 21 frákast.
Nánar um leiki kvöldsins síðar…



