Við ræddum við Gunnar Einarsson leikmann Keflavíkur og Sigurð Ingimundarson þjálfara Njarðvíkinga eftir derbyslag Reykjanesbæjarliðanna í kvöld. Gunnar og félagar í Keflavík eru á góðu róli um þessar mundir í deildinni með fjóra sigra í röð og lögðu Njarðvíkinga í kvöld 78-72.
Sigurður og Njarðvíkingar eru á ókunnuglegum slóðum í fallsæti og hafa nú tapað fimm deildarleikjum í röð!



