spot_img
HomeFréttirGuðni frá næstu vikur: Bakken á toppinn eftir kæru

Guðni frá næstu vikur: Bakken á toppinn eftir kæru

 
Guðni Heiðar Valentínusson verður frá leik með Bakken Bears í dönsku úrvalsdeildinni næstu vikurnar eftir að hann snéri sig illa á ökkla í leik gegn Næstved í síðustu viku. Það sem einnig vekur athygli er að Bakken er komið á topp dönsku deildarinnar eftir að hafa unnið kærumál.
,,Við kærðum leikinn gegn Svendborg sem við töpuðum út af dómaramistökum og unnum kæruna,” sagði Guðni í samtali við Karfan.is og því er Bakken á toppnum með fullt hús stiga eftir 11 leiki.
 
,,Þannig að við erum nr.1 í deildinni og unnum mikilvægann sigur á Næstved seinasta fimmtudag sem eru í 3. sæti og svo unnum við Amager um helgina. Ég átti flottann leik en var óheppinn að snúa mig illa á ökkla þannig að ég spilaði ekki um helgina og er óljóst hvað ég verð lengi frá. Frekar svekkjandi sérstaklega núna því ég hef verið að standa mig vel og fá fleiri mínútur,” sagði Guðni og lýsti atvikinu sem fremur óhugnalegu en vonaðist til að vera kominn á ról sem fyrst.
 
Ljósmynd/ Guðni glímir við svekkjandi meiðsli þessa dagana eftir að hafa verið að ná sér í sífellt fleiri mínútur hjá Bakken.
 
Fréttir
- Auglýsing -