Að loknum átta umferðum í Iceland Express deild karla eru meistarar Snæfells einir á toppi deildarinnar eftir tiltölulega þægilegan 89-105 sigur gegn Haukum að Ásvöllum. Þess má svo geta að í fjórum af síðustu fimm leikjum Haukaliðsins í deildinni hafa nýliðarnir fengið á sig 100 stig eða meira, greinarhöfundi segir svo hugur að Pétri Ingvarssyni sé ekki skemmt. Sigursælasta körfuknattleikslið þjóðarinnar, ÍR, situr svo á botni deildarinnar með 2 stig en liðið lá 89-76 gegn Stjörnunni í Garðabæ í nýlokinni umferð.
Úrslit umferðarinnar:
Stjarnan 89-76 ÍR
Marvin Valdimarsson setti 30 stig yfir ÍR í leiknum og tók 10 fráköst. Kelly Beidler var svo atkvæðamestur í liði ÍR með 30 stig og 21 frákast.
KR 107-88 Tindastóll
Stólarnir áttu magnaðar 20 mínútur gegn KR en höfðu ekki úthald í heildar 40 mínútur með röndóttum. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði í þriðja leikhluta og lauk leik með 24 stig en Sean Kingsley Cunningham gerði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Stólanna.
Haukar 89-105 Snæfell
Sean Burton(son) gerði 30 stig fyrir Hólmara og setti niður 8 af 14 þristum sínum í leiknum. Hann var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Semaj Inge var sem fyrr í broddi Haukaliðsins með 19 stig og 7 stoðsendingar.
Hamar 78-76 Grindavík
Stórliðabanar Hamars áttu flottan endasprett og lögðu topplið Grindavíkur, Andre Dabney var í stuði ekki svo fjarri þrennunni með 27 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson var líflegur í liði Grindvíkinga með 19 stig og 7 fráköst.
Fjölnir 103-95 KFÍ
Gulir eignuðu sér endasprettinn þar sem Ægir Þór Steinarsson fór fyrir sínum mönnum. Ben Stywall átti einn sinn besta leik hérlendis með 32 stig og 7 fráköst. Hjá KFÍ var Craig Schoen með 20 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Keflavík 78-72 Njarðvík
Fjölmennt var í Toyota-höllinni þegar Keflavík lagði granna sína. Lazar Trifunovic var áberandi besti maður vallarins með 27 stig og 15 fráköst og lék erfiðar mínútur með snúinn ökkla og gerði það prýðisvel. Hjá Njarðvíkingum var Christopher Smith með 15 stig og 10 fráköst.
Staðan í deildinni


Næsta umferð:
28. nóvember
KFÍ-Keflavík
Tindastóll-Fjölnir
Snæfell-Stjarnan
29. nóvember
Grindavík-KR
ÍR-Hamar
Njarðvík-Haukar
Tölfræðileiðtogar eftir 8 umferðir:
Flest stig að meðaltali í leik:
Lazar Trifunovic – Keflavík – 27,0
Semaj Inge – Haukar – 25,88
Andre Dabney – Hamar – 24,38
Kelly Beidler – ÍR – 23,88
Sean Burton – Snæfell – 23,50
Flest fráköst að meðaltali í leik:
Gerald Robinson – Haukar – 15,0
Pavel Ermolinskij – KR – 12,3
Kelly Beidler – ÍR – 12,25
Lazar Trifunovic – Keflavík – 11,5
Ryan Pettinella – Grindavík – 11,0
Flestar stoðsendingar að meðaltali í leik:
Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir – 9,38
Pavel Ermolinskij – KR – 8,50
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík – 7,63
Sævar Ingi Harladsson – Haukar – 6,88
Craig Schoen – KFÍ – 6,00
Hæsta framlag að meðaltali í leik:
Pavel Ermolinskij – KR – 28,75
Kelly Beidler – ÍR – 28,63
Semaj Inge – Haukar – 28,13
Lazar Trifunovic – Keflavík – 26,75
Ægir Þór Steinarsson – Fjölnir – 25,63
Myndasöfn úr umferðinni:
Ljósmynd/ [email protected] – Lazar Trifunovic var ekki lengi að komas sér kyrfilega fyrir í helstu tölfræðiþáttum leiksins enda búinn að vera Keflvíkingum gríðarlegur liðsstyrkur síðustu fjóra leikina.



