Haukur Helgi Pálsson gerði tvö stig í nótt þegar Maryland vann öruggan 72-54 sigur á Delaware State í bandarísku háskóladeildinni. Haukur lék í níu mínútur í leiknum og hitti úr einu af fimm skotum sínum í teignum, hann brenndi af báðum þristunum sínum og tók einnig 3 fráköst í leiknum.
Með sigrinum í nótt komst Maryland aftur á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð þar á undan, allir fjórir heimaleikir Maryland hafa unnist þessa leiktíðina og reyndar ef síðasta leiktíð er meðtalin hefur Maryland unnið 13 leiki í röð á heimavelli!
Næsti leikur Maryland er gegn Elon en sá leikur er einnig á heimavelli Maryland og fer fram föstudaginn 26. nóvember næstkomandi.



