Framkvæmdastjóra KKÍ, Friðriki Inga Rúnarssyni, er margt til listar lagt eins og körfuknattleiksmönnum ætti að vera löngu orðið ljóst. Hann hefur spilað körfubolta, þjálfað, lýst í sjónvarpi og verið skipstjóri hjá KKÍ auk þess sem sumir hafa séð hann tromma. Í kvöld var hann svo í nýju hlutverki þegar hann Gestaplötusnúður Hins Opinbera á Rás 2 í kvöld.
Þar stjórnaði hann tökkunum, kynnti og lék sína uppáhaldstónlist í klukkutíma og má með sanni segja að hann hafi staðið sig með sóma.
Hér má hlusta á þáttinn.
Mynd: www.visir.is




