TCU tapaði öðru sinni á jafn mörgum dögum á Jómfrúareyjum í nótt en liðið er statt þar syðra til að keppa á Paradise Jam mótinu. Aðfararnótt föstudags lá TCU gegn West Virginia skólanum sem er í 10. sæti yfir sterkustu háskólalið Bandaríkjanna. Í nótt mættust svo TCU og Iowa State þar sem Iowa fór með 64-59 sigur af hólmi.
Helena gerði 14 stig í leiknum, tók 4 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal einum bolta á þeim 36 mínútum sem hún lék í leiknum. Þá er aðeins einn leikur eftir á mótinu og fer hann fram í nótt þegar TCU mætir Virginia skólanum.




