Keflavíkurstúlkur fóru illa með vængbrotna gesti sína úr vesturbæ höfuðborgarinnar í dag. Íslandsmeistarar KR máttu þola stórtap, 92:49 en þær léku án þeirra Hildar Sigurðardóttur og Köru Sturludóttir.
Fólk átti allt eins von á ágætis leik í Keflavík í dag en fljótlega kom í ljós að KR stúlkur voru einfaldlega ekki með hausinn á réttum stað og auk þess sem liðið sár saknaði sinna tveggja máttarstólpa í liðið en þær Kara Sturludóttir og Hildur Sigurðardóttir eru báðar meiddar eftir ökklasnúning.
Keflavík tók öll völd á vellinum nánast strax á fyrstu mínútu. Þær pressuðu KR konur stíft í fyrri hálfleik sem skilaði þeim auðveldum körfum. Í hálfleik voru Keflavíkurstúlkur þá þegar komnar í 20 stiga forskot og héldu þær áfram að þjarma að gestum sínum þangað til að það var komin 40 stiga munur en þá virtist einbeitning þeirra skrika til á tímum en aldrei svo mikið að sigurinn hafi verið í hættu.
Skemmst frá því að segja þá sigruðu Keflavík afar dapurt lið KR með 92 stigum gegn 49. Hrafn Kristjánsson þjálfari KR var súr með framgang sinna stúlkna en uppljóstraði þó í viðtali að hugsanlega væri liðstyrkur á leiðinni í vesturbæinn.
Þá voru Hamarskonur ekki í vandræðum með botnlið Fjölnis í Hveragerði þar sem lokatölur voru 102-76 Hamri í vil. Einnig mættust Grindavík og Haukar í Röstinni í Grindavík þar sem Haukar fóru með öruggan 41-61 sigur af hólmi.




