spot_img
HomeFréttirHamar enn með fullt hús stiga eftir 9 umferðir

Hamar enn með fullt hús stiga eftir 9 umferðir

 
Fjölnissstúlkur mættu toppliði Hamars í 9. umferð Iceland Express deildar kvenna í dag. Fyrir leikinn var Fjölnir í neðsta sæti deildarinnar en Hamar í því efsta. Leikurinn var nokkuð örugglega spilaður af hálfu gestgjafanna en staðan eftir 1. leikhluta var 31-16. Einn af fáum ljósum punktum í leik Fjölnis var að þriggja stiga skotin voru að rata ofaní en Bergþóra Tómasdóttir og Birna Eiríksdóttir voru búnar að setja 2 þrista hvor.
2. leikhluti spilaðist eins og staðan í hálfleik var 53-32. Jaleesa Butler í liði Hamars var með 100% þriggja stiga nýtingu en hún var búin að skora þrisvar fyrir utan þriggja stiga línuna
 
Snemma í 3. leikhluta fékk Slavica Dimovska að líta sína 4. villu og lék lítið eftir það en ungu leikmenn Hamars fengu þónokkuð að spreyta sig í seinni hálfleik. Staðan að loknum 3. leikhluta var 82-53.
 
Slavica fékk svo að líta sína 5. villu snemma í lokaleikhlutanum og kom þar af leiðandi ekki meira við sögu. Leiknum lauk með 26 stiga sigri Hamars, 102-76.
 
Atkvæðamest í liði Fjölnis var Natasha Harris með 23 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Bergþóra Tómasdóttir var svo með 19 stig og 3 stoðsendingar og 7 tapaða bolta. Inga Buzoka var með 18 stig, 15 fráköst og 2 varin skot. Birna Eiríksdóttir var með 8 stig en aðrar gerðu minna.
 
Hjá Hamri var Jaleesa Butler með 30 stig, 21 frákast og 2 varin skot. Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 22 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Fanney Lind Guðmundsdóttir gerði 16 stig og tók 7 fráköst. Slavica Dimovska gerði 14 stig, tók 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Guðbjörg sverrisdóttir gerði 8 stig og 4 stoðsendingar en aðrar gerðu minna.
 
 
Pistill: Jakob F. Hansen
Fréttir
- Auglýsing -