spot_img
HomeFréttirMyndband: Jón með 14 stig í naumu tapi Granada

Myndband: Jón með 14 stig í naumu tapi Granada

 
C.B. Granada lá naumlega á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar Bizkaia Bilbao Basket kom í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 75-77 Bilbao í vil þar sem Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í tapliði Granada með 14 stig, 5 stoðsendingar og 1 frákast.
Liðsmenn Granada áttu síðustu sókn leiksins í stöðunni 75-76 Bilbao í vil, þeir náðu sínu eigin sóknarfrákasti þar sem brotið var á Paulo Prestes þegar hann ætlaði aftur upp að körfunni en ekkert var dæmt og Bilbao kláraði dæmið á vítalínunni hinu megin eftir brot Granada.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -