spot_img
HomeFréttirSjö í röð hjá Þórsurum

Sjö í röð hjá Þórsurum

 
Þór Þorlákshöfn lenti í hörkuleik í Smáranum í kvöld þegar liðið sótti Breiðablik heim í 1. deild karla. Þorsteinn Gunnlaugsson fór hamförum í liði Blika en það dugði ekki til og Þórsarar lönduðu sigri á lokasprettinum, lokatölur 77-82 Þór í vil.
Þorsteinn Gunnlaugsson var maður vallarins með 36 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar hjá Blikum en í liði Þórsara var Eric Palm með 23 stig og 3 fráköst.
 
Eins og fyrr greinir eru Þórsarar á toppnum með fullt hús stiga en Blikar áfram í 6. sæti deildarinnar með 6 stig.
 
Ljósmynd/ Hjalti og félagar í Þór hafa unnið sjö deildarleiki í röð, Hjalti gerði 9 stig fyrir Þór í Smáranum í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -