Meistarar L.A. Lakers töpuðu sínum fjórða leik í röð í nótt í NBA-deildinni þegar þeir sóttu Houston Rockets heim. Leikurinn endaði 109-99 fyrir Texasbúanna. Er þetta lengsta taphryna Lakers síðan árið 2007. Kevin Martin var með 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant setti 27 stig fyrir gestina.
Meistaraefnin í Boston rétt mörðu Portland á heimavelli 99-95. Paul Pierce var stigahæstur hjá grænum með 28 stig en það var Ray Allen sem setti þrist í blálokin sem tryggði sigur heimamanna. Wesley Matthew setti 23 stig fyrir Portland.
Önnur úrslit:
Miami-Detroit 97-72
Chicago-Orlando 78-107
New Orleans-Charlotte 89-73
Dallas-Minnesota 100-86
Denver-Milwaukee 105-94
Utah-Indiana 110-88
New Jersey-Oklahoma 120-123
LA Clippers-San Antonio 90-85
Atlanta-Memphis 112-109
Toronto-Washington 127-108
Mynd: Russell Westbrook var sjóðandi í nótt með 38 stig í þríframlengdum leik New Jersey og Oklahoma.




