spot_img
HomeFréttirSkallagrímur áfram í Poweradebikarnum

Skallagrímur áfram í Poweradebikarnum

Einn leikur fór fram í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í gær þegar Skallagrímsmenn lögðu Njarðvík b á heimavelli 90-88.
 
Skallagrímsmenn leiddu lengstum í leiknum, það var aðeins í byrjun sem Njarðvíkingar höfðu yfir en heimamenn komust mest 18 stigum yfir og það var aðeins í blálokin sem Njarðvíkingur náðu að gera leikinn spennandi.

Darrell Flake var stigahæstur Borgnesinga með 27 stig en Örvar Þór Kristjánsson þjálfari Fjölnis var stigahæstur Njarðvíkinga með 21 stig og næstur honum kom Brenton Birmingham með 20.

[email protected]

Mynd: Sigga Leifs

Fréttir
- Auglýsing -