spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Bikarkvöld framundan

Leikir dagsins: Bikarkvöld framundan

 
Fjöldi bikarleikja fer fram í kvöld bæði í karla- og kvennaflokki í Poweradebikarnum en 16 liða úrslitin hófust í gærkvöldi þar sem Skallagrímur komst naumlega áfram eftir rimmu við Njarðvík b. Í kvöld eru svo fjórir leikir í bikarkeppni karla og eru þeir eftirfarandi:
19:15 ÍR-Fjölnir (í beinni á Fjölnir TV – www.fjolnir.is )
19:15 Grindavík-KFÍ
19:15 Haukar-Þór Þorlákshöfn (í beinni á Haukar TV – www.haukar.is )
20:00 Laugdælir-Ármann
 
Þá eru tveir leikir í Poweradebikarkeppni kvenna. Hamar tekur á móti Val kl. 19:15 í Hveragerði og kl. 19:30 mætast Stjarnan og KR í Ásgarði.
 
Einn leikur fer svo fram í 2. deild karla þegar Akranes tekur á móti ÍG að Jaðarsbökkum á Akranesi kl. 19:15.
 
Okkar menn í Svíþjóð verða einnig í eldlínunni í kvöld. Helgi Magnússon og Uppsala Basket fara á erfiðan útivöll þegar Uppsala mætir Norrköping Dolphins og Jakbo Sigurðarson og Hlynur Bæringsson reima á sig skóna þegar Jamtland Basket mætir á heimavöll Sundsvall Dragons.
 
Þá var Guðni Heiðar Valentínusson enn fjarri sökum meiðsla í liði Bakken Bears sem í gær lagði Aalborg Vikings 76-63. Bakken eru sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga í Danmörku eftir 13 sigurleiki í röð!
 
Fréttir
- Auglýsing -