Síðustu daga höfum við spurt hér á Karfan.is með hvaða liði í Iceland Express deild karla lesendur haldi og hafa flestir hakað við meistara Snæfells eða allt í allt 19%. ÍR fær fæst atkvæði eða 3% en tæplega 500 manns tóku þátt í könnuninni.
Atkvæðin skiptust svo:
Snæfell 19%
Keflavík 12%
Fjölnir 11%
Hamar 10%
Njarðvík 9%
Grindavík 8%
KR 8%
Tindastóll 7%
KFÍ 5%
Haukar 4%
Stjarnan 4%
ÍR 3%
Nú er komin inn ný könnun og að þessu sinni spyrjum við með hvaða liði lesendur haldi í Iceland Express deild kvenna.




