Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Sundsvall Dragons kjöldrógu Jamtland Basket 106-68 og Jakob Örn Sigurðarson lét vel að sér kveða með 21 stig í leiknum. Þá tapaði Uppsala Basket í framlengdum spennuleik gegn Norrköping Dolphins á útivelli.
Eins og fyrr greinir var Jakob Örn Sigurðarson með 21 stig, 3 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Sundsvall og Hlynur Bæringsson bætti við 11 stigum og 10 fráköstum.
Uppsala mátti sætta sig við að sjá Norrköping taka sigurinn 100-87 eftir framlengingu. Helgi Magnússon gerði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar hjá Uppsala. Flottur leikur hjá Helga en það dugði því miður ekki að sinni.
Ljósmynd/ Jakob Örn var stigahæstur í sigri Sundsvall í kvöld.




