Fjöldi bikarleikja í Poweradebikarkeppni karla og kvenna fór fram í kvöld. Úrvalsdeildarliðin Fjölnir, Grindavík og Haukar tryggðu sig áfram í keppninni sem og Hamar og KR í kvennaflokki. Þá komust Laugdælir einnig áfram eftir öruggan sigur á Ármanni.
ÍR 90-112 Fjölnir
Ben Stywall með 24 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Fimm leikmenn Fjölnis gerðu 14 stig eða meira í leiknum. Næstur kom Ægir Þór Steinarsson með 21 stig og 11 stoðsendingar. Hjá ÍR var Kelly Beidler með 32 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar.
Grindavík 119-90 KFÍ
Atkvæðamestu menn UMFG Pettinella 31 stig, 10 fráköst, Kelly 27 stig, 8 stoðsendingar, Páll Axel 23 stig Guðlaugur Eyjólfsson 12 stig. Atkvæðamestu menn KFÍ Craig Shoen 32 stig Darco Milosevic 15 stig, Edin Sujalic 10 stig.
Haukar 84-74 Þór Þorlákshöfn
Gerald Robinson gerði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Hauka. Eric Palm var með 33 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í liði Þórs.
Laugdælir 102-82 Ármann
Anton Kári Kárason gerði 24 stig fyrir Laugdæli. Hjá Ármanni var Steinar Aronsson með 18 stig.
Poweradebikar kvenna:
Stjarnan 46-76 KR
Amanda Andrews gerði 24 stig hjá Stjörnunni en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var með 16 stig hjá KR. Helga Einarsdóttir átti teiginn í Garðabænum í kvöld með 12 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Vesturbæinga.
Hamar 67-50 Valur
Fanney Guðmundsdóttir og Jaleesa Butler gerðu báðar 14 stig hjá Hamri. Butler var einnig með 13 fráköst. Hjá Val var Berglind Ingvarsdóttir með 13 stig.




