spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Ásvöllum

Sagt eftir leik á Ásvöllum

Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs var að vonum svekktur eftir leik Hauka og Þórs í Powerade bikarnum. Leikurinn, sem var í járnum, vannst á síðustu metrunum eftir góðan sprett heimamanna 84-74.
„Við áttum alveg möguleika i þessum leik, þó svo að það sé deild milli þessarra liða, erum við drullu fúlir yfir því að hafa tapað þessu,“ sagði Benedikt þegar að karfan.is náði í skottið á honum eftir leikinn.
 
Benedikt sagði að markmið Þórs sé klárt og það sé að komast upp í efstu deild að í lok tímabils og eins og staðan er í dag er útlitið gott enda Þór taplausir í 1. deild.
 
„Markmið okkar er klárt og það er að komast upp, og erum ánægðir með að fá tækifæri til að kljást við lið í efstu deild.“
 
Það vakti athygli að lið Hauka tók ein 60 fráköst og voru 30 þeirra undir körfu Þórs. Þetta fór ekki fram hjá Benedikt sem sagði að ef að lið tekur þetta mörg sóknarfráköst þá sé það alltaf líklegra til að vinna.
 
„Það var fúllt að tapa þessu svona í lokinn, en þetta féll svona með þeim í restina, stóru skotin og dómar. Ef að lið tekur 30 sóknarfráköst á okkur er það alltaf líklegra að vinna“.
 
Óskar Magnússon, fyrirliði Hauka.
 
„Við vissum það svo sem alveg að þetta yrði hörku leikur. Þór hefur ekki tapað leik í 1. deildinni og þó svo að þetta sé lítill munur þá fannst mér við standa okkur nokkuð vel og þeir eru bara með hörku leik,“ sagði Óskar Magnússon fyrirliði Hauka í spjalli eftir leik og vildi ekki meina að það hafi ekki verið vanmat í gangi.
 
„Eins og ég sagði þá eru þeir bara með hörku lið og ég held að við höfum komið vel undirbúnir í þennan leik,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að vanmat hafi verið í gangi en Þórsliðið var að skora mikið fyrir utan þriggja stiga línuna.
 
Óskar sagði jafnframt að það væru engir óska mótherjar sem að hann vildi sjá í næsta leik á meðan það yrði heimaleikur.

[email protected] og Stefán Már Haraldsson

 
Fréttir
- Auglýsing -