Í dag er nokkur fjöldi leikja í yngri flokkum og í neðri deildum en tveir af þessum bera þó hæst og eru það bikarleikir í Poweradebikarkeppni kvenna. Njarðvík tekur á móti Laugdælum nú kl. 14 í Ljónagryfjunni.
Kl. 15:30 á Akureyri mætast svo Þórsarar og Haukar en Hafnfirðingar eru ríkjandi bikarmeistarar í kvennaflokki.




