Þórsarar máttu þola tap gegn Haukum, 22-118 þegar liðin mættust í 16 liða úrslitum bikarsins í dag. Styrkleikamunur á liðunum sást strax á fyrstu mínútum leiksins en smá saman byggðu gestirnir úr Hafnafirði upp forskot sitt og innbyrgðu að lokum öruggan 22-118 sigur, eru því komnar áfram í 8. liða úrslit.
Gestirnir frá Hafnafirði byrjuðu leikinn af krafti, fóru að pressa heimamenn og strax á fyrstu mínútum leiksins sást styrkleikamunur liðanna. Það tók heimamenn þrjár mínútur að setja fyrstu stig sín en þá skelltu gestirnir í lás og skoruðu næstu 15 stig leiksins og eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir með 21 stigi, 2 – 23. Gestirnir héldu áfram á sömu braut í öðrum leikhluta. Heimamenn sáu fáar glufur í vörn gestanna. Á meðan hittu Haukastúlkur afar vel utan að velli og spiluðu fína vörn sem skilaði þeim oft og tíðum auðveldum körfum. Haukarnir höfðu því afar þægilega forystu þegar liðin gengu til búningsklefa, 4 – 51.
Heimamenn mættu betur stemmdar til leiks í þriðja leikhluta og fóru að þora að sækja aðeins á heimamenn. Gestirnir hins vegar slökuðu aðeins á klónni, hættu að pressa á gestina sem gaf heimamönnum aukið svigrúm. Þórsarar skoruðu 15 af 22 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hápunktur leiksins var eflaust flautukarfa Huldu Þorgilsdóttur í lok 3. Leikhluta. Það breytti því þó ekki að gestirnir höfðu góða forystu, 19-77 fyrir fjórða og síðasta fjórðung. Flautakarfa Huldu virtist kveikja aðeins á Haukum á ný sem fóru að herða vörnina á ný. Þórsarar fundu fáar leiðir framhjá vörn Haukana. Smá saman jókst munurinn enn frekar en svo fór að lokum að Haukarnir fögnuðu öruggum sigri, 22-118 sem gefur þeim miða í 8. liða úrslitum.
Í liði gestanna var Gunnhildur Gunnarsdóttir atkvæðamest með 31 stig, Lovísa Henningsdóttir átti einnig góðan leik og setti niður 26 stig og Guðrún Ámundardóttir skoraði 20. Í liði heimamanna var Hulda Þorgilsdóttir með 10 stig, Petra Frímannsdóttir með 4, Rakel Rós og Kristín Einarsdóttir með 3 stig hvor og Martha Jónsdóttir með 2.
Heildarskor:
Þór Ak.: Hulda Þorgilsdóttir 10, Petra Frímannsdóttir 4, Kristín Halla Eiríksdóttir 3/4 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 3, Marta Kristín Jónsdóttir 2/4 fráköst, Ásta Katrín Gestsdóttir 0, Ingibjörg Magnúsdóttir 0/5 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 0, Gréta Rún Árnadóttir 0.
Haukar: Gunnhildur Gunnarsdóttir 31/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Lovísa Björt Henningsdóttir 26/7 fráköst/3 varin skot, Guðrún Ósk Ámundardóttir 20/7 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdánardótir 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Pálmadóttir 12/15 fráköst/3 varin skot, Auður Íris Ólafsdóttir 8/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ína Salóme Sturludóttir 4/8 fráköst.
Umfjöllun: Sölmundur Karl Pálsson
Ljósmynd/ Úr safni: Gunnhildur Gunnarsdóttir gerði 31 stig í liði Hauka í dag.




