spot_img
HomeFréttirGranada fékk skell á útivelli

Granada fékk skell á útivelli

 
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada fengu skell á útivelli í spænsku ACB deildinni í dag. Liðið mætti Assignia Manresa og lá 80-64 þar sem Jón Arnór gerði 4 stig á tæpum 27 mínútum í leiknum.
Jón Arnór var einnig með 4 stoðsendingar í leiknum og 2 fráköst. Korolev og Coby Karl (sonur NBA þjálfarans George Karl) voru stigahæstir hjá Granada í dag báðir með 15 stig.
 
Eftir leik helgarinnar er Granada í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með tvo sigra og átta tapleiki.
 
Fréttir
- Auglýsing -