Á Stjörnuleikshátíðinni 11. desember næstkomandi mun nýr skotleikur verða kynntur til sögunnar hérlendis. Hátíðin fer fram í Seljaskóla og stendur yfir frá 14:00 – 17:00.
Leikurinn er fenginn frá Stjörnuleikshátíð NBA deildarinnar og ber nafnið „Shooting-Stars“ og hefur vakið mikla lukku.
Haukar, Keflavík, KR og Njarðvík voru dregin út og munu taka þátt í þetta sinn. Hvert lið er skipað einum leikmanni úr meistaraflokki karla, einum úr meistaraflokki kvenna og svo að auki einum eldri leikmanni sem er hættur að keppa en hefur skipað sér á sess í sögu félagsins.




