spot_img
HomeFréttirKR kláraði borgarslaginn í fjórða

KR kláraði borgarslaginn í fjórða

KR hafðu betur í stórborgarslagnum í vesturbænum í kvöld þegar þeir unnu ÍR með 18 stigum, 100-82. Leikurinn var jafn framan af en heimamenn höfðu þó frumkvæðið allan leikinn. Þeir komust þó aldrei langt undan og ÍR minnkaði muninn jafn óðum ef heimamenn reyndu að stinga af. 
Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem leikur ÍR hrundi og gengu KR-ingar á lagið og kláruðu leikinn með stæl. Bakvarðaparið Pavel Ermolinskij og Marcus Walker fóru fyrir heimamönnum og skoruðu 21 stig hvor en hjá ÍR var Eiríkur Önundarson stigahæstur með 18 stig. Önnur tölfræði hefur ekki borist þar sem ekki tókst að live-statta leikinn. 
 
ÍR byrjaði leikinn í svæðisvörn sem þeir virtust þurfa nokkurn tíma til að finna taktinn í. Etir aðeins þrjár mínútur af leik var staðan 10-6 fyrir heimamenn og þar af hafði Pavel labbað í gegnum vörnina í tvígang. KR reyndi að pressa gestina hátt sem þeir græddu sjáanlega lítið á. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu heimamenn þriggja stiga forskot, 15-12. Hrafn Kristjánsson tók leikhlé fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru eftir að fyrsta leikhluta en Kelly Biedler var þá nýbúinn að ganga snirtilega frá sóknarfrákasti ofaní og koma ÍR yfir, 17-18. Þegar ein mínúta var eftir af fyrsta leikhluta höfðu gestirnir náð forskotinu upp í 6 stig, 19-25. KR svaraði með tveimur þristum og hafði jafnað þegar fyrsti leikhluti var búinn, 25-25. 
 
Hvorug liðin voru að hitta jafn vel í byrjun annars eins og í upphafi leiks og þegar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta hafði KR náð 2 stiga forskoti, 29-27.   Heimamenn náðu forskotinu upp í 6 stig, 33-27 en ÍR hafði náð því aftur niður í 2 stig með 4 stigum frá Kristinn Jónssyni, þegar leikhlutinn var hálfnaður, 33-31. þegar gestirnir róteruðu virtist alltaf færast smá óreiða yfir varnarleik þeirra og það kom því nokkrum sinnum fyrir að KR fékk bókstaflega ókeypis stig undir körfunni þar sem þeir stóðu galopnir og lögðu boltan varlega ofaní. Heimamenn áttu því frumkvæðið stóran hluta annars leikhluta og höfðu náð 6 stiga forskþegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af honum, 41-35. ÍR var þó aldrei langt undan og náði að minnka munin aftur niður í 2 stig undir lok leikhlutans, 43-41. 
 
Stigahæstur í hálfleik hjá heimamönnum var Fannar Ólafsson með 10 stig en næstir voru Brynjar Þór Björnsson og Marcus Walker með 8 stig hvor. Hjá ÍR var Nemanja Sovic stigahæstur með 10 stig en næstir voru Hjalti Friðriksson með 8 stig og Kelly Biedler með 6 stig.
 
Heimamenn höfðu áfram frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og leiddu leikinn með fjórum stigum þegar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta, 54-50. Það þurfti þó meira til að hrista ÍR sem var aldrei langt undan. Þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður keyrði Marcus Walker upp völlinn með miklum látum og endaði boltinn í höndunum á Pavel sem lagði boltan ofaní við mikinn fögnðu KR-inga. Þetta virtist kveikja vel í heimamönnum því nokkru seinna tók ÍR leikhlé þgar staðan var 59-55 og öll stemmingin hjá KR. Þeir pressuðu gestina grimmt eftir það og þegar rúm mínúta var eftir af leikhlutanum var forskotið komið upp í 9 stig, 69-60. Stigahæsti maður gestana í fyrri hálfleik, Nemanja Sovic, hafði ekki skorað stig í þriðja leikhluta en KR lokaði alfarið á hann og uppskar vel. Aftur var það Kristinn Jónsson sem skoraði 4 stig í röð fyrir ÍR og seinustu 4 stig leikhlutans til þess að laga stöðu gestana, 69-64.
 
Það var mikil barátta í gestunum í upphafi fjórða leikhluta og þeir létu finna vel fyrir sér í vörn. Þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar höfðu þeir minnkað muninn niður í 2 stig, 71-69. KR skorðai hins vegar næstu 6 stig sem vakti stuðningsmenn heimamann af værum blundi. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var því staðan orðin 80-69 og heimamenn að stinga af. Gunnar Sverrisson tók svo leikhlé þegar munurinn var kominn upp í 13 stig, 82-69. Gestirnir virtust hreinlega vera búnir að gefast upp þegar fjórar mínútur voru eftir og munurinn kominn up í 17 stig, 86-69, og ÍR ekki skorað í 4 mínútur. Gestirnir bitu aðeins frá sér á lokamínútunum og þegar mínúta var eftir var munurinn aftur kominn niður í 13 stig, 95-83. Eftir það sigldu heimamenn lignan sjó og unnu að lokum með 18 stiga mun, 100-82. 
 
Stigahæstir í liði KR voru þeir félagara Pavel Ermolinski og Marcus Walker með 21 stig hvor. Næstir voru Brynjar Þór Björnsson með 17 stig og Fannar Ólafsson með 16 stig. Hjá ÍR var Eiríkur Önundarson stigahæstur með 18 stig en næstir voru það Hjalti Friðriksson og Kelly Biedler með 16 stig hvor.
 
 
Sagt eftir leik: Eiríkur og Hreggviður
 
Hreggviður Magnússon, fyrrverandi ÍR-ingur og núverandi KR-ingur var að vonum nokkuð sáttur með leikinn þrátt fyrir að hafa það hafi verið gamla liðið sem tapaði. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en þegar komið var í fjórða leikhluta var eins og aðeins eitt lið væri á vellinum. “ ÍR er miklu betra lið heldur staðan í deildinni sýnir og þeir eiga eftir að verða mun betri þegar kemur að síðari hluta tímabilsins. Þeir sýndu það hérna í kvöld að þeir geta sett saman mjög góðar mínútur og þetta var bara ansi erfiður og góður sigur. Við vissum samt að við værum með öflugt lið og við erum í fínu formi og þetta small bara hjá okkur í fjórða leikhluta og við kláruðum málin”. Seinustu ár hafa borgarslagirnir milli ÍR og KR komist mikið í fjölmiðla og oftar en ekki hafa það verið Hreggviður og Fannar Ólafsson sem hafa látið stór orð falla og barist harkalega á vellinum. Er eitthvað gaman af þessu þegar þú ert kominn í sama lið og Fannar? “ Að sjálfsögðu, Fannar er náttúrulega mikill keppnismaður og þetta var hrikalega gaman hérna á árum áður þegar við vorum að kynda í hvor öðrum á milli liða. En núna erum við saman og hann er hrikalega góður liðsfélagi, við kyndum bara í hvor öðrum á æfingum í staðin”. Hvort er hann skemmtilegri liðsfélagi eða andstæðingur? “ Við skulum bara segja það að hann er mjög áhugaverður á báðum vígstöðum”.  
 
Eiríkur Önundarson er reynsluboltinn í liði ÍR og hefur upplifað margt í Breiðholtinu. ÍR liðið hefur sýnt góða leiki framan af í vetur en oftar en ekki misst þá niður í loka leikhluta leiksins. Eiríkur vill meina að kvillinn sé af sálrænum toga og því sé þetta aðeins tímaspursmál hvenær liðið dettur í gang. “ Þetta er orðið svolítið langþreytandi. Þetta fylgir svolítið liðum sem gengur illa. Það er erfitt að klára og vinna leikina, maður er hræddur við að tapa enn einum leiknum. Það var það sem gerðist í kvöld. Mér fannst við spila vel framan af gegn mjög góðu liði á þeirra heimavelli. Þetta er einhver breyting á hugarfari, ég veit ekki hvort við þurfum að fara að hitta einhvern sálfræðing eða hvað. Þetta er bara sama vandamálið. Ég held að þetta elti lið sem eru að tapa og það er okkar að breyta því. það verður bara reynt að snúa þessu strax í næsta leik. Enda vel fyrir áramót”. 

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -