spot_img
HomeFréttirHelmingur liðanna hefur unnið bikarinn áður

Helmingur liðanna hefur unnið bikarinn áður

 
Af þeim átta liðum sem nú skipa 8-liða úrslitin í Poweradebikarkeppni karla hafa aðeins fjögur lið orðið bikarmeistarar áður. KR hafa oftast af þessum liðum unnið bikarinn eða samtals 11 sinnum og eru einnig það lið sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða á landinu. Fjölnir, Laugdælir, Skallagrímur og Tindastóll hafa aldrei orðið bikarmeistarar en dregið verður í 8-liða úrslit karla og kvenna kl. 14:00 í dag.
Af þeim liðum sem nú skipa 8-liða úrslitin voru það Grindvíkingar sem léku síðast til bikarúrslita en það var gegn Snæfell á síðustu leiktíð og máttu gulir sætta sig við silfrið. Árið þar á undan lék KR til úrslita gegn Stjörnunni þar sem Garðbæingar höfðu betur og unnu sinn fyrsta stórtitil í sögu félagsins. Í augnablikinu er það ekki svo fjarri lagi að það gæti gerst á nýjan leik þetta tímabilið að félag myndi verða bikarmeistari í fyrsta sinn.
 
Fjöldi bikarmeistaratitla þeirra liða sem skipa 8-liða úrslitin í karlaflokki þetta tímabilið:
 
KR: 11
Njarðvík: 8
Grindavík: 4
Haukar: 3
Fjölnir: 0
Laugdælir: 0
Skallagrímur: 0
Tindastóll: 0
 
Fjöldi bikarmeistaratitla þeira liða sem skipa 8-liða úrslitin í kvennaflokki þetta tímabilið:
 
Keflavík: 11
KR: 10
Haukar: 5
Grindavík: 1
Hamar: 0
Njarðvík: 0
Skallagrímur: 0
Snæfell: 0
 
Hið sama gildir með kvennaflokkinn, aðeins helmingur liðanna sem skipar 8-liða úrslitin hefur unnið bikarinn áður og þar bera tvö lið af, Keflavík og KR en Keflavík er það lið sem oftast allra liða á landinu hefur orðið bikarmeistari eða 11 sinnum.

Ljósmynd/ SÖA: Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar í kvennaflokki.

 
Fréttir
- Auglýsing -