spot_img
HomeFréttirHaukar fóru illa með Njarðvíkurstúlkur

Haukar fóru illa með Njarðvíkurstúlkur

 Haukastúlkur sýndu þeim grænklæddu úr Njarðvík enga miskunn þegar þær mættu í Ljónagryjfuna í kvöld. 47:75 var lokastaða kvöldsins og var það svæðisvörn Hauka ásamt gríðarlega slakri hittni heimastúlkna sem var vendi punktur kvöldsins. 
 Leikurinn hófst á nokkuð jöfnum tónum. Bæði lið að berjast vel og skipst var á körfum.  Eftir að staðan var hnífjöfn eftir fyrsta fjórðung hófu gestirnir úr Haukum að spila svæðisvörn. Þetta riðlaði sóknarleik heimaliðsins gríðarlega mikið og skothríð utan þriggjastiga línunar virtist þeirra helsta svar.  Eftir þetta virtust Haukar fyllast sjálfstraust og skoruðu grimmt hinumegin á meðan það tók Njarðvík tæpar 5 mínútur að skora sín fyrstu stig í öðrum leikhluta. 
 
Í seinni hálfleik tók við sami kappleikur. Haukar héldu því áfram sem virkaði svo vel í fyrri hálfleik og Njarðvíkurstúlkur duttu í sama gír að skjóta þriggjastiga skotum.  Þegar yfir lauk höfðu Njarðvíkurstúlkur tekið 26 þriggjastigaskot og aðeins 3 rötuðu í körfuna. 
 
Skemmst frá því að segja þá unnu Haukar nokkuð auðveldan og verðskuldaðan sigur á Njarðvík. En Njarðvíkurstúlkur fá tækifæri að hefna þessa ófara því liðin drógust einmitt saman í bikarkeppninni. 
 
Fréttir
- Auglýsing -