spot_img
HomeFréttirPierce kláraði Knicks: 10 í röð hjá Heat

Pierce kláraði Knicks: 10 í röð hjá Heat

 
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt þegar alls 11 leikir voru spilaðir. New York Knicks og Boston Celtics mættust í hörkuleik í Madison Square Garden þar sem Paul Pierce reyndist hetja Celtics. Dwyane Wade og félagar í Miami Heat unnu svo sinn tíunda deildarsigur í röð þegar Cleveland Cavaliers mættu í heimsókn.
Paul Pierce fór mikinn í 116-118 sigri Celtics gegn Knicks með 32 stig og 10 fráköst en Paul Pierce skoraði sigur stigin þegar 0,4 sekúndur voru til leiksloka með stökkskoti í teignum. Boston sluppu reyndar með skrekkinn því Amare Stoudemire setti niður lokaþristinn en 0,4 sekúndur voru ekki nóg til að ná skotinu og sést það vel hér að Amare er ekki búinn að sleppa þegar leikklukkan er úti. Sigurinn kom ekki að kostnaðarlausu hjá Knicks þar sem Rajon Rondo tognaði á ökkla í síðari hálfleik. Atkvæðamestur í liði Knicks eins og svo oftar var Amare Stoudemire með 39 stig og 10 fráköst.
 
Miami Heat vann sinn tíunda deildarleik í röð í nótt þegar Cleveland Cavaliers mættu í heimsókn. Lokatölur voru 101-95 Miami í vil en stutt er síðan liðin mættust síðast og þá fékk LeBron James óblíðar móttökur á sínum gamla heimavelli en það var öllu rólegra núna. Dwyane Wade gerði 28 stig í leiknum og James bætti við 21 stigi og 13 fráköstum en stigahæstur hjá Cleveland var Daniel Gibson með 26 stig.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Indiana 94-109 LA Lakers
Philadelphia 105-91 LA Clippers
Toronto 93-110 Chicago (Noah á leið í aðgerð á þumalfingri)
Memphis 113-80 Charlotte
New Orleans 94-91 Sacramento
Oklahoma 117-105 Houston
San Antonio 92-90 Milwaukee
Phoenix 128-122 Minnesota
Dallas 103-98 Portland
 
Mynd/ Paul Pierce kláraði New York í nótt með körfu þegar 0,4 sekúndur voru til leiksloka. Þjálfarinn Doc Rivers var að vonum sáttur.
 
Fréttir
- Auglýsing -